Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum til móttöku á Bessastöðum í tiefni 95 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands (KÍ). Forsetinn ræddi meðal annars um samstöðu kvenna, jafnrétti og það mikilvæga samtal sem við öll þurfum að eiga varðandi kærleikann, sem átti vel við enda eru gildi kvenfélagskvenna; Kærleikur, Samvinna og Virðing. Gott samtal sem án efa mun verða tekið lengra.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir er verndari Kvenfélagasambands Íslands eins og fyrirverar hennar hafa verið.
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ færði forseta eintak af Húsfreyjunni, skýrslu KÍ frá landsþingi, bókina Margar hlýjar hendur og að sjálfsögðu slæðuna góðu merkta KÍ.
Forseta Íslands er þakkað fyrir góðar móttökur.
Halla Tómasdóttir tekur við KÍ svuntunni “Bökum betra samfélag” til að færa Birni , maka forseta. Dagmar færði Höllu einnig eintak af Húsfreyjunnu, skýrslu KÍ og bókina Margar hlýjar hendur. Hjá þeim stendur einnig Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ.