Á degi kvenfélagskonunnar þakkar Kvenfélagasamband Íslands velvilja og stuðning þjóðarinnar í 95 ár. Við þökkum öllum kvenfélagskonum fyrir þeirra óþrjótandi elju, hugmyndaauðgi og fórnfýsi.
Sérstakar þakkir fá þær kvenfélagskonur sem ruddu brautina og stuðluðu að framförum í íslensku samfélagi, okkur öllum til heilla.
Stofndagur, Kvenfélagasamband Íslands, 1. febrúar 1930, var árið 2010 útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar".
Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið afar mikilvæg í samfélaginu öllu þó ekki hafi þau farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.
Það þótti því tímabært að sérstakur dagur sé helgaður kvenfélagskonum. Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag. Á 95 ára afmælisdegi KÍ þann 1. febrúar verður 71. formannaráðsfundur haldinn á Hallveigarstöðum.
Forseti Íslands frú Halla Tómasdóttir býður stjórn, formannaráði og heiðursfélögum í móttöku á Bessastöðum í tilefni 95 ára afmælis KÍ að loknum formannaráðsfundi