Nýárspartý og fyrsti viðburður Kvennaárs 2025 verður þann 30. janúar í Iðnó frá 17-21.
Stundin er runnin upp! Við ætlum að fagna upphafi Kvennaárs 2025 með RISA partýi í Iðnó þann 30. janúar frá 17 - 21. Við ætlum að dansa, syngja og finna ofurkraftinn í samstöðu kvenna og kvára.
Hin eina sanna Margrét Maack stýrir gleðinni og þeytir skífum! Léttar veigar og veitingar í boði fyrir þyrst og svöng. Öll velkomin sem vilja leggja baráttunni fyrir raunverulegu jafnrétti á Íslandi lið! Gott aðgengi er á staðnum.
Hvað er Kvennaár 2025?
50 ár eru liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á Kvennafrídeginum svokallaða. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Metþátttaka í Kvennaverkfallinu árið 2023, á 21 stað um land allt og stærsta útifundi Íslandssögunnar í Reykjavík, sýndi svo ekki verður um villst að við erum tilbúin til að taka við keflinu frá baráttukonunum sem á undan okkur komu.
50 ár eru liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á Kvennafrídeginum svokallaða. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Metþátttaka í Kvennaverkfallinu árið 2023, á 21 stað um land allt og stærsta útifundi Íslandssögunnar í Reykjavík, sýndi svo ekki verður um villst að við erum tilbúin til að taka við keflinu frá baráttukonunum sem á undan okkur komu.
Til að fylgja eftir Kvennaverkfallinu höfum við, rúmlega 50 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks tekið höndum saman og leggjum heilt ár undir baráttuna með fjölbreyttri dagskrá og treystum á að öll taki þátt - þannig breytum við samfélaginu saman. En við byrjum á því að hrista okkur saman í dansi!
Frekari upplýsingar má finna á kvennaar.is
sjá viðburð á facebook. https://fb.me/e/4zhjfFgv6