Jólafundur KÍ á Hallveigarstöðum

Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 28. nóvember síðastliðinn. Eins og ávallt var vel mætt og konu nutu samvista og góðra veitinga frá Ásdísi Hjálmtýsdóttur húsmóður Hallveigarstaða á milli dagskrárliða. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flutti hugvekju og Kristín Svava Tómasdóttir las upp úr bókinni Duna, um Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu sem hún gefur út ásamt Guðrúnu Elsu Bragadóttur.  Þær Ásdís Björg Gestsdóttir, Sigurbjörg Skúladóttir
Kaldal og Vigdís Sigurðardóttir sungu nokkur jólalög fyrir gesti til að koma öllum í jólaskapið. Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað einsog alltaf.   Jólafundur Kvenfélagasambandsins er alltaf góð byrjun á aðventunni. Þökkum kærlega öllum þeim sem mættu, þeim sem skemmtu okkur og þeim sem gáfu vinninga í happadrættið. Vonum að þið eigið öll ánægjulega aðventu og jólahátíð. 

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands