Stjórnarkonur KÍ hafa verið á faraldsfæti um landið

Stjórnarkonur KÍ hafa verið á faraldsfæti um landið til að heimsækja aðalfundi og ársfundi héraðssambanda og munu halda því áfram.  

Dagmar og Lena gjaldkeri KÍ mættu á 96. ársþing Sambands sunnlenskra kvenna sem fór fram á Laugalandi laugardaginn 20. apríl sl. Ársþingið var í umsjón félagskvenna í Einingu í Holtum og Lóu í Landsveit.
Helga Magnúsdóttir ritari í stjórn KÍ var gestur á aðalfundi Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga sem haldinn var laugardaginn 20. apríl. Umsjón með fundinum hafði Kvenfélag Fnjóskdæla.
Aðalfundur Sambands Austur-húnvetnskra kvenna var haldinn í sal Samstöðu á, Blönduósi fimmtudaginn 18. apríl síðastliðin. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ var gestur á fundinum.
Dagmar mætti einnig á Aðalfund Kvenfélagasamband Kópavogs sem haldinn var 15. apríl í Bæjarlind Kópavogi.   Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi í stjórn KÍ mætti á aðalfund Sambands borgfirskra kvenna sem haldinn var í Hreðavatnsskála 9. apríl síðastliðinn. 
Lena Jónsdóttir gjaldkeri mætti á aðalfund Sambands austur skaftfellskra kvenna sem haldin var í Mánagarði 4. apríl síðastliðinn. 
Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ mætti á aðalfund Sambands vestur skaftfellskra kvenna sem haldin var á Systrakaffi á Klaustri 7. mars síðastliðinn, 
Aðalfundur KSGK  var haldinn í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, laugardaginn 2.mars sl.,  Kvenfélag Keflavíkur sá um fundinn. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ var gestur fundarins.
Með í för hafa stjórnarkonur haft kynningu um starf KÍ og hafa þær kynnt starfsemina og landsþingið á Ísafirði í haust.  Þær þakka allar fyrir góðar móttökur. 
 
Framundan eru svo aðalfundir Kvennasambands Eyjafjarðar 4. maí og  Kvenfélagasamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (KSH) 29. apríl.  Dagmar ætlar að mæta norður og Helga ritari KÍ og Jenný starfsmaður KÍ ætla að mæta á Grundarfjörð. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands