Haustblað Húsfreyjunnar

Haustblað Húsfreyjunnar er komið út. Húsfreyjan er að venju stútfull af góðu efni. Svanlaug Jóhannsdóttir er lítrík og skemmtileg kona sem lætur verkin tala er í forsíðuviðtalinu. Í viðtalinu fá lesendur innsýn í hennar fjölbreytta heim. Í blaðinu er svo að finna góðar hugmyndir og uppskriftir fyrir barnaafmæli. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur ráð um geymslu á ávöxtum og grænmeti. Smásagan að þessu sinni er ein af þeim sem barst inn í síðustu Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar, höfundur hennar er Margrét Eggertsdóttir. En í þessu blaði kynnir Húsfreyjan aftur Smásögusamkeppni sem er öllum opin og efnisval frjálst. Skilafrestur 1. mars 2024.

Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ segir frá Alheimsþingi dreifbýliskvenna í Kúala Lúmpúr í Malasíu í máli og myndum, en þangað fór 11 manna sendinefnd frá Íslandi.  Lesendur fá svo að kynnast hjónunum Elínu og Ingvari sem saman reka kúabú og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkinu Lagður og Tundra.

Í matarþætti Húsfreyjunnar að þessu sinni er farið í heimsókn til Grindavíkur þar sem Sólveig Ólafsdóttir bauð í glæsilegt matarboð og gefur hún uppskriftir af kræsingunum sem var á boðstólum. T.d. Kjúklingabringur með gómsætri fyllingu og fyllt avókadó sem var í forrétt.

Sjöfn Kristjánsdóttir heldur áfram að gefa lesendum fallegar prjónauppskriftir í Hannyrðahorninu, að þessu sinni gefur hún uppskriftir að barna og fullorðins vettlingum og hosum.

Ronni Flannery sem er umhverfislögfræðingur fá Montana í Bandaríkjunum segir frá því hvað helst stendur upp úr í ferðum hennar um Ísland og gefur upp 10 ástæður þess að elska Ísland, en hún hefur tekið ástfóstri við landið. Anna Guðrún Ragnarsdóttir doktorsnemi í hagfræði segir frá rannsókn sinni á Lífsánægju og verkaskiptingu innan heimilisins. Allt þetta, krossgátuna og margt fleira finnur þú í haustblaði Húsfreyjunnar.

Smelltu hér til að skrá þig í áskrift

Yfirlit yfir sölustaði Húsfreyjunnar þar sem kaupa má blaðið í lausasölu

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands