Skrifstofan lokuð vegna Heimsþings ACWW

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð dagana 15. - 26. maí vegna farar starfsmanns okkar á Heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna  (Associated Country Women of the World - ACWW). Þingið er að þessu sinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. En þangað fara 10 kvenfélagskonur víða af landinu ásamt einum eiginmanni.  Þar af þrír fyrrum forsetar KÍ. Búist er við um 500 þátttakendum sem koma allstaðar af úr heiminum, á þingið sem stendur yfir dagana 17.- 25. maí.  Við bendum á að á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna málefna KÍ og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna Húsfreyjunnar.  Áríðandi erindum verður svarað eins og kostur er.  

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands