92. aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna (SBK) fór fram á Hótel Húsafelli, fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Góðar umræður fóru fram um starfið, ásamt venjulegum aðalfundarstörfum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Þuriður Guðmundsdóttir í stjórn KÍ þáðu gott boð og sögðu frá starfi KÍ í máli og myndum. Að loknum fundi var boðið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Húsafelli í tilefni af 90 ára afmæli Sambands borgfirskra kvenna sem var 2021, en ekki hafði tekist að komast saman til að fagna afmælinu vegna samkomutakmarkana það árið. Falleg kvöldsólin tók vel á móti gestum. Forseti KÍ færði sambandinu síðbúnar afmæliskveðjur og gestabók að því tilefni. Linda Bára Sverrisdóttir er formaður SBK sem starfar í Mýra og Borgarfjarðarsýslum. Innan þess eru 11 kvenfélög með um 200 félagskonur.
Linda B. Sverrisdóttir formaður SBK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ
Dagmar, Linda og Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi KÍ