Aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna á Hótel Húsafelli

92. aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna (SBK) fór fram á Hótel Húsafelli, fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Góðar umræður fóru fram um starfið, ásamt venjulegum aðalfundarstörfum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Þuriður Guðmundsdóttir í stjórn KÍ þáðu gott boð og sögðu frá starfi KÍ í máli og myndum. Að loknum fundi  var boðið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Húsafelli í tilefni af 90 ára afmæli Sambands borgfirskra kvenna sem var 2021, en ekki hafði tekist að komast saman til að fagna afmælinu vegna samkomutakmarkana það árið.  Falleg kvöldsólin tók vel á móti gestum. Forseti KÍ færði sambandinu síðbúnar afmæliskveðjur og gestabók að því tilefni. Linda Bára Sverrisdóttir er formaður SBK sem starfar í Mýra og Borgarfjarðarsýslum. Innan þess eru 11 kvenfélög með um 200 félagskonur. 

Dagmar Linda minni

Linda B. Sverrisdóttir formaður SBK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ

Dagmar Linda thuriður minni

Dagmar, Linda og Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi KÍ

Fundur salur minni

 

kvöldverður minni

 

 Hópur 2023 husafelli litil

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands