Aðalfundur Kvenfélagasambands Suður Þingeyinga (KvSÞ) var haldinn í blíðskaparveðri laugardaginn 22. apríl í Stjórutjarnarskóla í boði Kvenfélags Ljósvetninga.
Forseta KÍ, Dagmar Elín Sigurðardóttir var boðið á fundinn og flutti erindi um málefni KÍ í máli og myndum. Dísa Óskars flutti erindi um klúbbinn og verkefnið sem hún stofnaði "Úr geymslu í Gersemi"
Góður fundur þar sem farið var yfir þau verkefni sem eru í gangi hjá KvSÞ og aðildarfélögum og sátu fundinn um 30 konur sem fulltrúar þeirra 11 kvenfélaga sem mynda sambandið. Friðrika Baldvinsdóttir er núverandi formaður sambandsins sem var stofnað á Ljósavatni 5. júní 1905
Dagmar þakkar kærlega góðar móttökur.
Friðrika Baldvinsdóttir formaður KvSÞ og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ.