67. formannaráðsfundur KÍ haldinn á Kirkjubæjarklaustri ályktar um geðheilsu

Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fundaði á Hótel Laka, Kirkjubæjarklaustri á 67.  formannaráðsfundi helgina 10. – 11. mars sl.

Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mæta formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ ásamt stjórnarkonum KÍ.

Fundurinn að þessu sinni var aðalformannaráðsfundur milli landsþinga og ásamt öðrum aðalfundarstörfum var kosin nýr ritari í stjórn, varastjórnarkona var endurkjörin og kjörnefnd kosin fyrir landsþingið á Ísafirði 2024.

Formannaráðið lætur sig mörg mál varða og ræðir á fundum sínum mál er varða kvenfélögin í landinu og þau mál sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Að þessu sinni sendir formannaráð frá sér eftirfarandi ályktun varðandi geðheilsu.

67. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hótel Laka, Kirkjubæjarklaustri dagana 10.-11. mars 2023 sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Geðheilsa er vaxandi vandamál í þjóðfélaginu.  Fundurinn hvetur stjórnvöld til að gefa þessum málaflokki enn meiri gaum en nú er, hlúa betur að veikum einstaklingum og grípa þá fyrr inn til aðstoðar.

Geðheilsa er jafn mikilvæg og líkamleg heilsa og því má ekki sofna á verðinum þó svo að geðheilsan sé ekki eins sýnileg og líkamlegt sár.  Í þjóðfélagsumræðunni heyrast margar alvarlegar sögur um mjög veika einstaklinga sem kerfið nær ekki að grípa.  Átröskun, kvíði, sjálfsvíg, kulnun, allt eru þetta alvarlegir sjúkdómar sem einstaklingar bera oft ekki utan á sér og skellur hart á aðstandendum.  Því þarf að gera átak í að grípa einstaklingana fyrr, hlúa að þeim og aðstandendum þeirra sem oftar en ekki þurfa að glíma við áföll í kjölfarið.

Kosin var ný kona í stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Helga Magnúsdóttir frá Félagi Kvenna í Kópavogi (FKK) í Kvenfélagasambandi Kópavogs (KSK) var kosin ritari KÍ til næstu þriggja ára. Sólrúnu Guðjónsdóttur frá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði var þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðin 6 ár sem ritari KÍ.  Björg Baldursdóttir frá Kvenfélagi Garðabæjar var endurkjörin í varastjórn KÍ til þriggja ára.

Kjörnefnd var endurkjörin og í henni sitja:

Aðalkonur

Elfa Eydal Ármannsdóttir, Kvenfélagi Ólafsvíkur (KSH)

Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Kvenfélagi Selfoss (SSK)

Gyða Björg Jónsdóttir, Kvenfélaginu Hvöt Hnífsdal (SVK)

Varakonur

Ágústína Sigríður Konráðsdóttir, Kvenfélagi Eiðaþinghár (SAK)

Sólrún Tryggvadóttir, Kvenfélagi Selfoss (SSK).

Það var Samband vestur skaftfellskra kvenna sem var gestgjafi þessa 67. formannaráðsfundar og er sambandinu þakkað kærlega fyrir góða skemmtun og viðgjörning á Kirkjubæjarklaustri.

 

Stjorn KI small web

Stjórn KÍ: Frá vinstri: Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ, Björg Baldursdóttir varastjórnarkona, Helga Magnúsdóttir nýkjörin ritari, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Magðalena Karlotta Jónsdóttir gjaldkeri.  á myndina vantar Helgu Guðmundsdóttir varastjórn sem ekki átti heimangengt á fundinn. 

  hopur small web

 Kátar konur á Kirkjubæjarklaustri að loknum góðum fundi. 

Efst frá vinstri: Eydís Dóra Einarsdóttir SASK, Þóra Sverrisdóttir SAHK, Jóna Rún Gunnarsdóttir KSGK, Gyða Björg Jónsdóttir SVK, Regína Sigurðardóttir KVSÞ, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir SSK, Elinborg Sigurðardóttir SSK, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ, Ása Erlingsdóttir SBK, Sólrún Guðjónsdóttir fráfarandi ritari KÍ, María Sigurbjörnsdóttir Líkn, Miðröð frá vinstri: Helga Magnúsdóttir ritari KÍ, Helga Magnea Steinsson SAK, Björg Baldursdóttir varastjórn KÍ, Jenný Jóakimsdóttir starfsm KÍ, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi KÍ, Herdís Hermannsdottir Líkn, Lína Hrönn Þorkelsdóttir KSH. Neðsat röð sitjandi: Kristín Snorradóttir SSK Skagafirði, Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ og formaður SVSK, Lísa Þorsteinsdóttir SASK og Guðbjörg Ósk Jónsdóttir SASK. 

 

 

 

 

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands