Söfnun á birkifræi 2022

Söfnun og sáning á birkifræi 2022birkifræ_-mynd_small.png

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka, þar á meðal Kvenfélagasamband Íslands, ásamt stofnununum tveimur.

Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarútbreiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins sem er ríflega þreföldun á núverandi útbreiðslu. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn-áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfélaga fólks.

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikilvægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Verkefnið 2022 er hafið

Þann 22. september síðastliðinn hófst verkefnið formlega þetta árið í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit. Ein og hálf milljón fræja safnaðist þann dag.

Upplýsingar um þá viðburði sem hafa verið og eða eru framundan má finna á t.d. á www.skogur.is

Til þess að vel takist til er þátttaka samtaka á borð við Kvenfélagasambandið lykilatriði. Kvenfélög um allt land eru því hvött til að efna til viðburða og hefja frætínslu eða hvetja félagsmenn og fjölskyldur að að gefa sér stund til að tína fræ. Skila má fræinu á tilgreindum söfnunarstöðum eða finna sáningarstaði í samráði við sveitarfélög eða landeigendur og koma fræinu strax i jörð svo upp vaxi nýr birkiskógur.

Nú í haust er enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka samtaka á borð við Kvenfélagasambandið lykilatriði. Kvenfélög um allt land eru því hvött til að efna til frætínslu og annað hvort skila fræinu á tilgreindum söfnunarstöðum eða finna sáningarstaði í samráði við sveitarfélög eða landeigendur og koma fræinu strax i jörð svo upp vaxi nýr birkiskógur.

Hafður er sá háttur á að öll fræ sem fara í söfnunarkassa hjá Olís og Bónus eru mæld út frá rúmmáli en þannig fæst fjöldi fræja sem safnast en í einum lítra af þokkalega hreinsuðum fræjum eru um 90 þúsund fræ.  Það er því auðvelt fyrir hvern og einn áætla fjölda fræja sem safnast á hverjum stað.

Ítarlegar upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is. Þar eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við bæði söfnun á birkifræi og sáningu.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands