Það voru 18 hressar konur+ 4 makar sem mættu frá Íslandi á Evrópuþing ACWW (Associated Country Women of the World - Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) sem haldið var í Glasgow dagana 19. - 23. september 2022 sl. Þátttakendur á þinginu voru 130 alls frá 9 löndum og var ánægjulegt að sjá svona góða þátttöku frá Íslandi. Dagskráin var fjölbreytt með blöndu af fundum, fyrirlestrum, skoðunarferðum og kvöldskemmtunum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ flutti skýrslu Íslands á þinginu. Aðeins tvær úr hópnum höfðu áður mætt á þing ACWW, þær Helga Guðmundsdóttir og Mjöll Einarsdóttir. Ánægjulegt að svo margar voru tilbúnar að mæta frá Íslandi og kynnast þannig alþjóðastarfinu. Næsta þing ACWW er heimsþing sem haldið verður í Kuala Lumpur í Malasíu í mái 2023. Sjá hér nánar hér
Frá vinstri standandi: Helga Guðmundsdóttir fyrrum forseti KÍ, Jenný Jóakimsdóttir starfsm KÍ, Katrín Ragnheiður Guðmundsd. frá Kvenfélaginu Iðunni Eyjafjarðarsveit, Dagný Hildur Þorgeirsdóttir frá Kvenfélaginu Einingu Skagaströnd, Árný Ósk frá Einingu Skagaströnd, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Jóhanna Bára Þórisdóttir frá Iðunni Eyjafjarðarsveit, Unnur Ósk Kristjónsdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Lena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ og Guðný Rannveig Reynisdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Sitjandi frá vinstri: Björg Bjarnadóttir frá Kvenfélaginu Vonin Blönduósi, Mjöll Einarsdóttir Kvenfélagi Selfoss, Eyrún Olsen Kvenfélagi Selfoss, Þuríður Jóna Schiöth Iðunni Eyjafjarðarsveit, Hrönn Arnheiður Björnsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit og Ásta Heiðrún Stefánsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit.
Á myndina vantar: Guðnýju Nönnu Þórsdóttur og Elínu Ósk Ómarsdóttur báðar frá Einingu Skagaströnd.
Fleiri myndir frá þinginu er að finna á facebook síðu KÍ Smelltu hér