Af góðum hug koma góð verk var yfirskrift 65. formannaráðsfundar KÍ sem haldinn var á Hallveigarstöðum í dag 26. mars. Það var mikil gleði að hittast og ræða málefni kvenfélaganna og samfélagsins. Á fundinum voru nýjar konur kosnar í stjórn KÍ og aðrar kvaddar og þakkað góð störf. Eva Björk Harðardóttir frá Sambandi vestur-skaftfellskra kvenna var kosin nýr varaforseti og Helga Guðmundsdóttir frá Sambandi austfirskra kvenna var kosin í varastjórn. Bjóðum þær velkomnar til starfa um leið og Þórnýju Jóhannsdóttur er þakkað gott samstarf sem varaforseti og Sólveigu Ólafsdóttur er þakkað fyrir gott samstarf í varastjórn.
Einnig voru kosnar þrjár nýjar konur í uppstillinganefnd þær eru; Bára Höskuldsdóttir, Kvenfélaginu Hvöt, Árskógsströnd, KSE, Jóhanna Skúladóttir, Kvenfélagi Borgarness, SBK og Karólína Jónsdóttir, Kvenfélaginu Sif, Patreksfirði, SVK.
Velkomnar til starfa allar og þakkir til allra sem sátu fundinn
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Eva Björk Harðardóttir nýkjörin varaforseti
Dagmar forseti KÍ þakkar Þórnýju Jóhannsdóttur fráfarandi varaforseta fyrir góð störf í stjórn.
Formannaráð stillti sér upp í lok fundar fyrir hópmynd. Flottur hópur ;-)