Húsfreyjan óskar eftir ritstjóra

Kristín Linda sem verið hefur ritstjóri Húsfreyjunnar sl. 20 ár hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum, og lætur af störfum sem ritstjóri í sumar. Því leitar nú útgáfustjórn Húsfreyjunnar að nýjum ritstjóra. Sjá auglýsingu hér að neðan.

Útgáfustjórn Húsfreyjunnar auglýsir eftir ritstjóra í hlutastarf til að sjá um útgáfu tímaritsins sem kemur út fjórum sinnum á ári, prentað og rafrænt.

Ráðningarfyrirkomulag og vinnutími er samkvæmt samkomulagi. Upphaf starfs 1. júní 2022.

Húsfreyjan hefur frá upphafi verið vinsælt tímarit meðal íslenskra kvenna og er elsta kvennablað landsins. Hún hefur komið út óslitið frá árinu 1949. Kvenfélagasamband Íslands gefur blaðið út og er það jafnframt málgagn þess auk héraðssambandanna og kvenfélaganna í landinu.

Hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, metnaður og skipulagshæfileikar
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Reynsla af útgáfustarfsemi er kostur

Umsækjendur tilgreini menntun, starfsferil og hugmyndir sínar varðandi blaðið.

Gætt verður fyllsta trúnaðar og öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar um blaðið fást á www.husfreyjan.is  

Umsóknir sendist til: Formanns útgáfustjórnar, Bjargar Baldursdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 31. mars 2022.

 

Ritstjóri óskast

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands