Jóla- og aðventublað Húsfreyjunnar er komið út

Jólablað Húsfreyjunnar hefur nú verið sent til áskrifenda og komið í verslanir. Að venju er blaðið stútfullt af efni.

Í forsíðuviðtalinu að þessu sinni er Sesselja Ómarsdóttir sviðsstjóri lyfjaþróunardeildar Alvotech. Sesselja segir frá sjálfri sér, starfi sínu og áhugamálum en hún æfir meðal annars kraftlyftingar af mikum krafti. Í blaðinu er sagt frá nýliðnu landshelgi Kvenfélagasambandsins sem haldið var í Borgarnesi í október síðastliðin og sagt er frá kjólunum Laufey sem frumsýndir voru á þinginu.

Albert Eiríksson eldar fyrir Húsfreyjuna og gefur uppskriftir að ljúffengum réttum sem kitla bragðlaukana á aðventu og jólum en hann hélt jólaboð á Ísafirði sem hann segir lesendum frá.

Fleiri smásögur eru í blaðinu og nú er það sú saga sem fékk þriðju verðlaun í Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar; Mangógrautur og döðlubrauð eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Þórdís Sigurbjörnsdóttur fær aðra sögu birta „Barnasaga fyrir fullorðna“ sem á vel við í aðventu- og jólablað.

Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur í Mývatnssveit hitti Húsfreyjuna og segir frá sér og sínum hugðarefnum. Þær Alda og Þóra, eigendur Hannyrðabúðarinnar á Selfossi sjá um Hannyrðahornið og gefa uppskriftir að Dömuhönskum, glitrandi snjókorni ofl.

Við fáum innsýn í jólin og aðventuna í Skotlandi hjá mæðgunum Ingu Geirsdóttur og Margréti Snorradóttur sem segja okkur aðeins frá því hvernig Skotar halda upp á jólin. Að sjálfsögðu er svo Krossgátan á sínum stað. Njótið aðventunnar kæru lesendur.

Smelltu hér til að skrá þig í áskrift:

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands