Fjallað um verkefnið vitundarvakning um fatasóun í Landanum á Rúv.

Arnar Björnsson fréttamaður og Landinn kíktu við á Vinnusmiðju í fatabreytingum sem haldin var á Hallveigarstöðum 17. nóvember sl.  Var sýnt frá því í Landanum síðastliðin Sunnudag og fjallað um verkefni KÍ Vitundarvakning um fatasóun. Rætt var við aðalleiðbeinanadnann á Vinnusmiðjunni, Sigríði Tryggvadóttur í Saumahorn Siggu, Guðrúnu Kristjönu Hafsteinsdóttur kvenfélagskonu í Mosfellsbæ sem er í vinnuhóp verkefnisins og Jennýju Jóakimsdóttur starfsmann KÍ og umsjónarmann verkefnisins. Kvenfélög geta haft samband við skrifstofu KÍ ef þau óska eftir að halda svona vinnusmiðjur eða óska eftir fræðslu um verkefnið. 

Ágústa Magnúsdóttir Kvenfélagi Garðabæjar og Guðrún K. Hafsteinsdóttir Kvenfélagi Mosfellsbæjar voru þátttakendum til aðstoðar ásamt Sigríði leiðbeinanda.

Hér má sjá þáttinn á vef Rúv. : https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/30779/95h06b?fbclid=IwAR2GOT8bRH786krkqV3qimTHBcrXSLM6rKFwMkf1whOKb1JjkLMMloDB-x0

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands