Haustblaðið 3ja tölublað Húsfreyjunnar er komið út.

Haustblað Húsfreyjunnar er komið út . 
Að venju er blaðið stútfullt af greinum, viðtölum, fræðslu og góðu efni.
Á forsíðunni er Dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðaháskóla Íslands, en hún er jafnframt í aðalviðtali blaðsins. Ragnheiður segir frá sjálfri sér, skólanum og ræðir landbúnaðinn.
Nýtt í Húsfreyjunni er Póstkort og þar er skyggnst inn í Blómasetrið – Kaffi Kyrrð sem er fjölskyldurekið fyrirtæki í Borgarnesi. Sagt er frá bókinni Konur sem kjósa sem kom út fyrir nokkru, en bókin var gefin út í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttarins og fjallar um íslenska kvenkjósendur.
 
Lesendur fá nú nýja smásögu að lesa, en það er smásagan Hugrenningar og hófatak eftir Þórdísi Sigurbjörnsdóttur en hún hlaut önnur verðlaun í Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar fyrr á þessu ári.
Á síðum Leiðbeiningastöðvar heimilanna er afturnýtingu og endurnýtingu gerð skil með grein um verk Guðrúnar Borghildar Ingvarsdóttur, en hún afturnýtir það sem aðrir eru búnir að henda.
 
Nýjar konur sjá nú um Hannyrðahornið. Það eru þær Alda Sigurðardóttir og Þóra Þórarinsdóttir. Þær gefa lesendum uppskriftir að skemmtilegum handavinnuverkefnum, m.a. heklað langsjal, fallega barnapeysu og fallega kvenpeysu. Húsfreyjan býður þær velkomnar í Hannyrðahornið og það verður gaman að fylgjast með hvað þær munu bjóða lesendum upp á í næstu blöðum.
Albert Eiríksson sem flestir þekkja hefur aftur tekið að sér að sjá um matarþátt Húsfreyjunnar og hann býður lesendum upp á uppskriftir sem henta haustinu, enda heitir matarþátturinn hans að þessu sinni Matartöfrar haustsins. Þar má finna m.a. uppskrift að Smalaböku, ávaxtafylltum hjörtum, „Coq au vin“ eða hana í víni og fleira gómsætt.
Unnur Pálmarsdóttir gefur lesendum sjö ráð til að koma sé af stað í heilbrigðan lífstíl í haust, auk þess að gefa uppskriftir að heilsusamlegum detoxdrykkjum. Guðrún Hannele gefur uppskrift af skemmtilegum íslenskum vettlingum sem lesendur geta spreytt sig á í haust.
Þetta og margt fleira í haustblaði Húsfreyjunnar. Þú getur gerst áskrifandi á husfreyjan.is eða nálgast blaðið í lausasölu á næsta sölustað

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands