Birkifræ - landsöfnun

 

Skógræktin og Landgræbirkifræ mynd smallðslan hafa tekið höndum saman og óskað eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði.  Efnt verður til annars landsátaks í söfnun birkifræja nú í haust 2021. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Kvenfélagasamband Íslands er nú einn af samstarfsaðilum verkefnisins og hvetur kvenfélagskonur til að taka þátt í að safna birkifræjum á sínum landssvæðum. Það skemmtilega við átakið er að þarna geta ungir og aldnir sameinast. Kvenfélagasamband Íslands vonar að kvenfélagskonur geri frætínsluna að árlegu verkefni og njóti útiverunnar, jafnvel grilla í lok dagsins. 

Þegar fræ á birki hefur þroskast er hægt að hefja söfnun fræsins. Á sumum stöðum má gera ráð fyrir að birkireklar verði fullþroskaðir fyrir eða um miðjan september. Í fyrra safnaðist mest á Suður- og Vesturlandi en þar var með eindæmum gott fræár en frekar lélegt á Norður- og Austurlandi. Núna hefur þetta snúist. Á Norðurlandi og víða á Austurland er fræmagn á trjám með ágætum en mun lakara fyrir sunnan og vestan.  Ekki er óalgengt að fræþroski sé mismikill á milli ára. Í fyrra var tekið á móti 274 kg af birkifræi. Mjög margir dreifðu sjálfir fræinu sem þeir söfnuðu í fyrra.

Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftslagsverkefni.

Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum.

Í haust verða fræbox að finna í verslunum Bónus um land allt. Einnig getur fólk fengið box á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Hægt er að skila fræjum í fræsöfnunartunnur sem eru í Bónus og víðar. Þá er tekið á móti fræi í starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Sjá upplýsingar á birkiskogur.is.

Þessa dagana er verið að þétta net móttökustaða á Norður- og Austurlandi. Upplýsingar um mögulega móttökustaði eru vel þegnar í síma 834 3100 (Kristinn) eða 896 3313 (Áskell).

Í fyrra skiluðu margir fræi í bréfpokum og eða pokum úr taui. Í pokana þarf setja miða með upplýsingum um söfnunarstað og dagsetningu – og muna að loka pokunum vel. Ekki nota plastpoka því nýtínd og rök fræ skemmst mjög fljótt í of þéttum umbúðum.  Án efa eru sumir  tilbúnir til að sauma fræpoka. Svona pokar eru tilvalin tækifærisgjöf!

Samstarfsaðilar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í birkisöfnunarverkefninu eru Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs, Heimilistæki, Tölvulistinn, Kvenfélagasamband Íslands og Lionshreyfingin.

Safna má birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október eða svo lengi sem reklar eru á birkitrjám. Yfirleitt hefur verið mælt með frætínslu í september og október, en í hlýjum árum mætti byrja tínslu fyrr þ.e. frá lokum ágúst.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu söfnunarinnar: www.birkiskogur.is

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands