Í tímaritinu er að þessu sinni fjallað á fjölbreyttan hátt um
vellíðan og lífsstíl. Forsíðuviðtalið er við Önnu Elísabetu
Ólafsdóttur sem hefur gengt embætti forstjóra Lýðheilsustöðvar. Í
tímaritinu er einnig viðtal við Elínu Ebbu Ásmundsdóttir iðjuþjálfa og
lektor við Háskólann á Akureyri sem hefur unnið að fjölmörgum verkefnum
sem snúa að geðheilsu. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar
um gildi fitu í fæðu. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari skrifar um
vefjagigt og lesendur fá góð ráð frá Jónu Björgu Sætran
menntunarfræðingi. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um fjölbreyttan
Sælkeraþátt og Helga Jóna Þórunnardóttir og Ásdís Birgisdóttir sjá um
glæsilega handavinnuþætti með sérhönnuðum verkefnum.
Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 58 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.