Kvenfélagasamband Íslands býður kvenfélagskonum um allt land í sumarlegt Bjartsýnt kvenfélags kvöldkaffi á Zoom miðvikudaginn 26. maí nk.
Vinsamlega skráið þátttöku hér að neðan.
Zoom slóð verður send á þátttakendur 26. maí.
Athugaðu að til að eiga möguleika á vinning í happadrættinu þarftu að skrá þig hér að neðan og vera viðstödd á fundinum þegar dregið er.
Sérstakir gestir fundarins eru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
og
Afrodita Roman, Evrópu forseti ACWW - alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Að auki verður landsþingskynning, en nú er hafin skráning á þingið!
Glens og gaman frá Siggu Kling og Hörpu Magnúsdóttur
Milli dagskráratriða munum við draga úr happadrættinu. Meðal vinninga í happadrættinu eru t.d.
-Gjafabréf fyrir tvo í Krauma - náttúrulaugunum við Deildartunguhver
-30 þúsund króna Inneign í sólarferð hjá Úrval Útsýn
-Gjafabréf í gistingu fyrir tvo með morgunverði frá Hótel Örk og þriggja rétta kvöldverður á Hver restaurant
-Gjafabréf frá Loccitane
-Gjafabréf í gistingu með morgunverði ásamt tveggja rétta kvöldverði fyrir tvo frá Vogafjós í Mývatnssveit
-Gjafir frá Blúndur og Blóm
Þú mátt ekki missa af þessu!
Það kostar ekkert að taka þátt í fundinum og happadrættinu en við bendum á Stígamót ef þú vilt styrkja gott málefni.
Hristum okkur saman og eigum góða stund. Hittumst svo eftir gott sumar á Landsþingi i október.
Dagskráin hefst formlega klukkan 20:00 en við opnum á Zoom klukkan 19:30 með fordrykk. Þar getum við byrjað á fyrsta kaffibollanum eða öðrum drykk að eigin vali og spjallað við aðra þátttakendur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flestar.