Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagið reka saman Kvennaheimilið Hallveigarstaðir á Túngötu 14. Félögin skipta með sér að sjá um framkvæmdastjórn hússins þrjú ár i senn.
Mánudaginn 26. apríl á aðalfundi Hallveigarstaða var Kvennasögusafni Íslands afhent gögn úr sögu hússins til varðveislu.
Á mynd frá vinstri: Rakel Adolphsdóttir forstöðumaður
Kvennasögusafn Íslands, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Fanney Úlfljótsdóttir formaður
Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR,
Dagmar Sigurðardóttir ritari húsnefndar, Ingveldur Ingólfsdóttir formaður húsnefndar, Guðrún Þórðardóttir forseti
Kvenfélagasamband Ísland.
Fanneyju Úlfljótsdóttur var þökkuð góð störf sl þriggja ára sem framkvæmdastjóri hússins.
Í lok fundarins tók Kvenfélagasamband Íslands við stjórn hússins næstu þrjú árin frá Bandalagi kvenna í Reykjavík.
Dagmar Elín Sigurðardóttir tekur við formennsku húsnefndar og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ verður framkvæmdastjóri Kvennaheimilisins.