Dagur kvenfélagskonunnar 1. febrúar

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag.
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum. Kvenfélagasamband Íslands í samstarfi við RÚV og sveitarfélögin í landinu minnir á og vekur athygli á deginum í fjölmiðlum.
Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
Þið eruð magnaðar
Í dag 1. febrúar 2021 er dagurinn líka sérstakur að því leyti að hann er formlegur lokadagur söfnunarinnar Gjöf til allra kvenna sem var hleypt af stokkum í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands á síðasta ári.
Það er því tilvalið fyrir vini og samstarfsfélaga hverrar kvenfélagskonu að leggja málefninu lið og láta hana vita með hamingjuóskum með daginn. Á öðrum tímum hefðum við sagt ykkar að skella knúsi með
Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 kt. 710169-6759
Allt um landssöfnunina á gjoftilallrakvenna.is
Söfnunarreikningurinn verður opinn eitthvað áfram.
Yellow Paper Father Dad Appreciation Facebook Post
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands