Aðventu- og jólablað Húsfreyjunnar er komið út

Húsfreyjan 4. tbl. 2020vefurJólablað Húsfreyjunnar er mætt til áskrifenda og í verslanir. Að venju er blaðið stútfullt af efni. Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev eru í einlægu viðtali við ritstjóra Húsfreyjunnar. Soffía Dögg Garðarsdóttir hjá Skreytum hús deilir með okkur hugmyndum af fallegum skreytingum á aðventunni. Söngvaskáldið og listakonan Myrra Rós Þrastardóttir segir frá sjálfri sér og tilurð þess að hún fór að hanna jólaskraut úr endurunnum orgelpípum. Útvarpskonan Sigga Lund tók að sér að svara spurningum Húsfreyjunnar í Spurt og svarað.

Að þessu sinni er það hin færeyska Marentza Poulsen sem sér um matarþátt Húsfreyjunnar. Hún segir frá sjálfri sér og gefur lesendum uppskriftir að dásamlegum smáréttum til að bjóða upp á, á aðventu og jólum.

Fleiri ljóð úr Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar er að finna í blaðinu til að lesa og njóta.

Ásdís Sigurgestsdóttir sér um handavinnuþáttinn, þar er að finna m.a. engla hekl verkefni, fallega síða prjónaða jakkapeysu og heklaða inniskó. Í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagsambandsins höldum við áfram að rifja upp sögu þeirra kvenna sem lögðu brautina. Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um systurnar frá Engey, fyrstu forseta KÍ, þær Ragnhildi og Guðrúnu Pétursdætur. Sagt er frá afmælishátíð í Múlakoti þegar afmæli Guðbjargar Þorleifsdóttur, húsfreyju í Múlakoti var minnst. Rætt er við Svanfríði Lársudóttur verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg fer yfir öryggi heimilanna.

Þetta og margt fleira í aðventu- og jólablaði Húsfreyjunnar. Njótið vel 🥰

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands