Haustblað Húsfreyjunnar er komið út

Húsfreyjan 3. tbl. 2020 LQHaustblað Húsfreyjunnar er komin til áskrifenda eða á leið til þeirra og komin á sölustaði víða um land. Áskrifendur taka nú eftir því að blaðið kemur núna í umslagi en ekki í plastpoka einsog verið hefur. Það er stefnan að losa okkur við plastið, og á vel við núna í Plastlausum september.
Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda. Margrét D. Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans prýðir forsíðuna í garði skólans. Hún segir frá sögu skólans og frá sjálfri sér í aðalviðtali blaðsins, ásamt því að gefa lesendum klassískar uppskriftir í matarþætti. Enn fáum við að njóta ljóða sem bárust í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar á 70 ára afmælinu. Ásdís Sigurgestsdóttir sér um handavinnuþáttinn og gefur uppskriftir að fallegri barnapeysu, eyrnabandi og skemmtilegt útsaumsverkefni. Kristín Aðalsteinsdóttir er ein þeirra sem nýtur þess að baka brauð, hún deilir langri reynslu sinni, aðferðum og upskriftum að brauði með lesendum. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir ræðir mikilvægi þess að fara vel með röddina. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur uppskriftir úr rabarbara og fjallar um þrif á tímum Covid 19. Margréti Einarsdóttur skólastjóri Vesturbæjarskóla er viðmælandi í spurt og svarað. Þetta og margt fleira í Húsfreyjunni að þessu sinni. Að lokum vill útgáfustjórn Húsfreynnar minna á að í blaðinu er kynnt til sögunnar smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar í vetur. Sögurnar skulu hafa borist fyrir 1. mars 2021. Samkeppnin er öllum opin. Njótið blaðsins

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands