Kökubasar í Þjóðleikhúsinu

Á haustmánuðum barst óvenjuleg beiðni frá Þjóðleikhúsinu, sem í senn var bæði skrýtin og of skemmtileg til að neita henni. Kvenfélagasamband Íslands var semsagt beðið um að taka þátt í leiksýningunni Engillinn sem verið var að setja á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu.   Um er að ræða sýningu upp úr verkum Þorvaldar Þorsteinssonar (1960-2013), en hann skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikla hylli. Það er Finnur Arnar Arnarson myndlistamaður og leikmyndahöfundur sem hefur skapað þess sýningu þar sem koma saman örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga Þorvalds.   Beiðni Þjóðleikhússins fólst í að fá kvenfélög til að vera með kökubasar í hléinu. Hér er vísað í innsetningsverk Þorvaldar frá árinu 1996: „Næsti basar verður á laugardaginn klukkan 15:00“ á einkasýningu hans í Listasafni Akureyrar. Þorvaldur gerði þá samkomulag við fjögur kvenfélög á Akureyri um að halda sinn árlega kökubasar og handverksmarkað á sýningunni, á opnun hennar og síðan á hverjum laugardegi á meðan sýningin stóð yfir. Á hverjum laugardegi urðu þá til ný verk, heimagerðar kökur, handverk og jólaskraut.

Sýningin Engillinn var frumsýnd 21. desember í Kassanum og hafa kvenfélög tekið vel í þetta óvenjulega verkefni, mætt á sýningar, verið með kökubasar í hléinu og hafa haft gaman af.  Ágóðinn af sölunni rennur til góðgerðamála. Áhorfendur geta keypt sér kökur og annað bakkelsi og fá góðgætið afhent að lokinni sýningu.  Áhorfendur hafa tekið vel í þetta og hefur hingað til allt selst upp á hverri sýningu.  

Bæta má við að leikmyndin er öll úr nytjahlutum og er innblásin af verki Þorvaldar „tapað-fundið“ sem var hluti af yfirlitssýningu hans í Listasafni Reykjavíkur árið 2004.  Safnað var í gám á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík og fylltist hann á einni helgi. Á sýningum geta áhorfendur keypt það sem þeir girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent að eftir að sýningum lýkur. Öll innkoman af þessari sölu rennur til góðgerðamála og er það hlutverk Kvenfélagasambands Íslands að ráðstafa henni.

Tvö kvenfélög bíða nú spennt eftir að mæta á fjalirnar næstu helgi á næstu sýningar á Englinum 10. og 11. janúar nk.   Meðfylgjandi eru myndir af þeim sýningum sem kvenfélögin hafa tekið þátt í.

Kvenfélagasambandið þakkar kvenfélögunum kærlega fyrir að taka svona vel í þetta skemmtilega verkefni og þakkar Þjóðleikhúsinu fyrir samstarfið, en við vitum ekki enn hversu margar sýningarnar verða. 

Ef þitt kvenfélag vill taka þátt í sýningu, hafðu þá samband við Jenný á skrifstofu KÍ á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 Nánar um sýninguna á vef Þjóðleikhússins: https://www.leikhusid.is/syningar/engillinn

 

fkk

Eva Michelsen og Bryndís Friðgeirsdóttir mættu fyrir hönd Félags kvenna í Kópavogi á Aðalæfinguna.

81527983_2594516544103480_6466696803185065984_n.jpg

Sólveig Ólafsdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Jenný Jóakimsdóttir mættu fyrir hönd stjórnar KÍ á frumsýninguna.

81702244_554443195138566_3989989618295504896_n.jpg

grimsnesminni

Kvenfélag Grimsneshrepps mætti á sýningu milli jóla og nýárs. 

82024436 1439734246189675 6136473397908996096 n

Ágústa Magnúsdóttir og Una Sveinsdóttir mættu á sýninguna 4. janúar. 

grindavik

Hressar konur frá Kvenfélagi Grindavíkur

grindo.jpg

Borðið fullt af kræsingum og allt seldist upp. 

 

grindokve.jpg

Já það er alltaf fjör hjá kvenfélagskonum. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands