16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

76610993 2500453790003624 6521443338262937600 nKvenfélagasamband Íslands ásamt fjölmörgum öðrum félagasamtökum tekur þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.  Frá 25. nóvember til 10. desember verða birtar greinar á hverjum degi í Frétta­blaðinu. Staðið verður fyrir ýmsum við­burðum á meðan að átakinu stendur. millumkerin #SafeatWork og #16dagar verða notuð á samfélagsmiðlum. 

Kyn­bundið of­beldi er ein af verstu birtingar­myndum kynja­mis­réttis og fyrir­finnst í öllum sam­fé­lögum, þar á meðal á Ís­landi en kyn­bundið of­beldi er of­beldi á grund­velli kyns.

Bæði konur og karlar upp­lifa kyn­bundið of­beldi, en konur og stúlkur eru meiri­hluti þeirra sem verða fyrir slíku of­beldi. Kyn­bundið of­beldi lýsir sér meðal annars í nauðgun, man­sali, kyn­ferðis­á­reitni, á­samt annars konar líkam­legu og and­legu of­beldi og fyrir­finnst jafnt innan heimilis sem utan.

Í ár er yfir­skrift 16 daga á­taksins að stöðva kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum. Um­ræða um kyn­bundið obeldi á vinnu­stöðum er þörf í sam­fé­laginu ef marka má fyrstu niður­stöður úr rann­sókninni Á­falla­sögur kvenna sem birtar voru í mars á þessu ári. Þar kemur fram að ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kyn­ferðis­legri á­reitni eða of­beldi í starfi eða námi. Þar sem að ein­blínt er á kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum munu stéttar­fé­lög taka þátt í á­takinu í ár.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands