Hátíð á Hallveigarstöðum - Húsfreyjan 70 ára

 

forseti og ritstjoriminniFöstudaginn 15. nóvember var mikil hátíð á Hallveigarstöðum þar sem fram fór málþing og afmælishóf í tilefni 70 ára útgáfu Húsfreyjunnar - tímarits Kvenfélagasambands Íslands.

Húsfyllir var á Hallveigarstöðum þar sem gestir hlýddu á fróðleg erindi um 70 ára sögu Húsfreyjunnar á málþingi.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins setti málþingið og bauð gesti velkomna. 

Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Húsfeyjunnar fór yfir útgáfu, sögu og ritstjórn.  Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti erindi um Viðmælendur Húsfreyjunnar í 70 ár. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur ræddi um Fæðuval og matargerð í Húsfreyjunni. Jóhanna Erla Pálmadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi gerði Handavinnusögunni eins og hún birtist í Húsfreyjunni í 70 ár skil. Rakel Þórðardóttir  sunnlensk kvenfélagskona horfði til framtíðar frá sjónarhól áskrifenda. Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA ávarpaði málþingið.  Þuríður Sigurðardóttir var  með Tónlistaratriði og hún og Pálmi Sigurhjartarson sem spilaði undir fengu gesti með sér í fjöldasöng á söngperlum frá ferli Þuríðar. Þórný Jóhannsdóttir varaforseti var dagskrárstjóri þingsins.

Að loknu málþinginu voru úrslit í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar kynnt. 

  1. verðlaun hlaut Guðrún Hannesdóttir fyrir ljóð sitt; þrengir að
  2. verðlaun hlaut Kristín Arngrímsdóttir fyrir sitt ljóð; Prestssetur á Rangárvöllum árið 1963. Borðstofa
  3. Verðlaun hlaut svo Bergljót Þorsteinsdóttir fyrir sitt ljóð; það er gott.

Nánar er fjallað um höfundana og ljóðin eru birt í jólablaði Húsfreyjunnar.  Tólf önnur ljóð úr samkeppninni voru einnig valin til birtingar í næstu blöðum Húsfreyjunnar og fengu höfundar þeirra viðurkenningu.  

Að lokinni góðri dagskrá var boðið upp á léttar veitingar og síðan haldið áfram með afmælishóf Húsfreyjunnar sem var slegið saman við árlegan jólafund Kvenfélagasambands íslands. Þar var tilkynnt um úthlutun úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur. En það var Inga Líf Ingimarsdóttir nemandi í fatatækni sem fékk styrkinn að þessu sinni. Að sjálfsögðu var svo happdrættið á sínum stað. Gestir voru ánægðir með daginn og stjórn KÍ og útgáfustjórn Húsfreyjunnar ánægðar með hversu viðburðurinn var vel sóttur og þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt og gerðu daginn eins glæsilegan og raun varð. Jólablað Húsfreyjunnar fer nú í dreifingu til áskrifenda og á sölustaði. 

 

 þorny dagskrárstjóri

Þórný Jóhannsdóttir varaforseti KÍ var dagskrárstjóri málþingsins.

forsetiogritstjori með heiðursfélögum

Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ og Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Húsfreyjunnar ásamt heiðursfélögum KÍ.

husfyllir a hallveigarstöðum

 

Húsfyllir var á Hallveigarstöðum og skemmtu gestir sér vel.

konurnar sem voru með erindi

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Jóhanna Erla Pálmadóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Rakel Þórðardóttir

 

 þorny og þuríður

Þórný Jóhannsdóttir dagskrárstjóri málþingsins og Þuríður Sigurðardóttir. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands