Málþing og 70 ára afmælishóf Húsfreyjunnar

MÁLÞING OG AFMÆLISHÓF Á HALLVEIGARSTÖÐUM

FÖSTUDAGINN 15. NÓVEMBER

Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.

  • Á málþinginu verður farið yfir 70 ára sögu Húsfreyjunnar, gildi hennar og framlag í menningu og sögu þjóðarinnar og horft til framtíðar.
  • Þá fer fram verðlaunaafhending í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar. Höfundar verðlaunaljóðanna lesa ljóð sína og segja frá tilurð þeirra.
  • Því næst gleðjast gestir saman í afmælishátíð Húsfreyjunnar og jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem hefst klukkan 16.30

HÁTÍÐARSTEMMING, SÖNGUR, FRÓÐLEIKUR, GLEÐI OG LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI

Allir eru velkomnir og kvenfélagskonur, velunnarar Húsfreyjunnar og Kvenfélagasambands Íslands sérstaklega hvattir til að mæta og njóta samverunnar.

 

Dagskrá:             

14.00               Setning: Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagsambands Íslands

14.10               Ávarp..

14.20               Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Húsfeyjunnar:

Húsfreyjan tímarit Kvenfélagsambands Íslands, útgáfa, saga og ritstjórn í 70 ár

14.40                Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu:

Viðmælendur Húsfreyjunnar í 70 ár

14.50                Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur:

Fæðuval og matargerð í Húsfreyjunni í 70 ár

15.00                Jóhanna Erla Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textíl seturs Íslands

Handavinnusagan eins og hún birtist í Húsfreyjunni í 70 ár

15.10                Kaffihlé

15.20                Þuríður Sigurðardóttir

Tónlistaratriði: Ég ann þér enn

15.30                Karín Óla Eiríksdóttir 18 ára kvenfélagskona

Horft til framtíðar - Húsfreyjan á minni ævi

15.40                Úrslit í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar

16.00                Málþinginu slitið

16.00               Léttar veitingar

                       

Afmælishóf - Jólafundur

                          Afhending úr minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur

                          Hugvekja

                          Happadrætti

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands