Enn á ný mæta kvenfélagskonur á Hallveigarstaði með saumavélarnar sínar og bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir laugardaginn 5. október nk kl 12- 16.
Saumaverkstæði kvenfélagskvenna sem bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir.
Fataskiptimarkaðurinn verður á sínum stað.
Að þessu sinni ætlar Snjólaug Sigurjónsdóttir að sýna okkur hvernig gera má við Prjónaflíkur. Áttu götótta prjónaða sokka eða peysur? Mættu með það til okkar.
mistur.is, Virpi á Réttri hillu, Reykjavík Tool Library og fleiri á svæðinu til að fræða og kynna.
Að sjálfsögðu kaffi og með því til sölu í kaffihorninu.
Verið velkomin.