Húsfreyjan 3tbl. 2019 er komin út

Þriðja tölublað sjötugasta árgangs Húsfreyjunnar er komið út. Að þessu sinni er hugguleg kaffiboðsstemming á forsíðunni enda um að gera að koma á notalegum samverustundum núna þegar haustið og veturinn heilsar. Í tímaritinu er að venju fjölbreytt efni, meðal annars viðtal við Ingrid Kuhlman um hamingjuleiðir en samkvæmt rannsóknum er hamingjan mest á aldrinum 70-79 ára. Gefin ráð um pottablóm, varnir gegn eitrunum á heimilum og spjallað við Fanndísi Huld glerblásara um listina og lífið. Svo er auðvitað Handvinnuþátturinn sem nú er i umsjón Steinunnar Þorleifsdóttur textílkennara, hún gefur uppskrift af m.a. hekluðu haustteppi og prjónuðum rebbavettlingum og húfu. Matarþátturinn er í umsjón Alberts Eiríkssonar sem gefur uppskriftir af hollum og góðum hversdagsmat. Njótið vel.

Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.

  • Á málþinginu verður farið yfir 70 ára sögu Húsfreyjunnar, gildi hennar og framlag í menningu og sögu þjóðarinnar og horft til framtíðar.
  • Þá fer fram verðlaunaafhending í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar. Höfundar verðlaunaljóðanna lesa ljóð sína og segja frá tilurð þeirra.
  • Því næst gleðjast gestir saman í afmælishátíð Húsfreyjunnar og jólafundi Kvenfélagasambands Íslands.

HÁTÍÐARSTEMMING, SÖNGUR, FRÓÐLEIKUR, GLEÐI OG LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI.

Allir eru velkomnir og kvenfélagskonur, velunnarar Húsfreyjunnar og Kvenfélagasambands Íslands sérstaklega hvattir til að mæta og njóta samverunnar.

Endilega takið daginn strax frá: Föstudagurinn 15 nóvember kl: 14.00

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands