Aðalfundur Sambands Austur húnvetnskra kvenna

AusturHúnStjórnAðalfundur SAHK – Sambands austur-húnvetnskra kvenna var haldinn á Blönduósi, fimmtudaginn 2. maí.   Árið 2018 átti Sambandið 90 ára afmæli og var ákveðið að halda fjáröflunarsamkomu í tilefni afmælisins og að allur ágóði skyldi renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, til kaupa á baðlyftu.

Á aðalfundinum þann 2. maí 2019 afhenti síðan stjórn Sambandsins formanni stjórnar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Sigurlaugu Hermannsdóttur, afraksturinn að fjáröflunarsamkomunni peningagjöf að fjárhæð 725 þúsund krónur til kaupa á baðlyftu fyrir heilbrigðisstofnunina.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands mætti á fundinn og ávarpaði fundargesti og færði Sambandinu gjöf í tilefni 90 ára afmælisins, skrautritaða gestabók myndskreytta af Lindu Ólafsdóttur listakonu.

Kvenfélögin í Sambandinu eru sex og kvenfélagskonur eru 78. Starfsemi kvenfélaganna er mikilvæg í samfélaginu og fjölbreytt. Kvenfélögin hlúa að líknarmálum, menningarmálum, menntamálum, og umhverfismálum, fyrst og fremst í heimahéraði. Árið 2018 námu gjafir/styrkir kvenfélaganna í SAHK samtals um 1,5 milljónir króna.

 

Stjórn SAHK skipa Þóra Sverrisdóttir formaður, Guðrún Sigurjónsdóttir varaformaður, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir ritari, Guðbjörg Haraldsdóttir vararitari, Ingibjörg Sigurðardóttir gjaldkeri og Guðný Nanna Þórisdóttir varagjaldkeri.

 

gjöfAusturHún 2

Við óskum þeim til hamingju með afmælið og frábært starfsár. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands