Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í einlægu forsíðuviðtali og deilir með lesendum sögum af uppvexti sínum, upplifunum í einkalífi og stjórnmálastarfinu. Matarþátturinn er að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Albert Eiríksson deilir með okkur sumarlegum réttum sem gott er að bjóða góðum gestum. Nýr þáttastjórnandi Handavinnuþáttarins er kynnt til leiks, en það er hún Steinunn Þorleifsdóttir textílkennari, hún býður okkur upp á hekluppskrift af borðkörfu sem má t.d. hekla úr gömlum bómullarbolum, prjónauppskriftir af fallegum barna- og fullorðinshúfum og saumaverkefni sem tilvalið er vinna úr gömlum gallabuxum eða öðru sem ekki er lengur not af. Þeba Björt Karlsdóttir stjórnarkona í Félagi fagkvenna segir lesendum frá sjálfri sér og félaginu í viðtali við ritstjóra. Elín Aradóttir sem býr að Hólabaki í Húnavatnshreppi og rekur þar eigið fyrirtæki á sviði vefnaðar- og gjafavöruframleiðslu undir vörumerkjunum Lagður og Tundra svarar spurningum Húsfreyjunnar. Auk þess eru meðal annars í blaðinu frásögn frá Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna, ferðaráð ritstjórans og nánari upplýsingar um Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.
Hér má finna lista yfir sölustaði Húsfreyjunnar í lausasölu