Umhverfishátíð í Norræna húsinu

websitebannerHelgina 11-12. maí verður boðið upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu. Áherslan verður lögð á viðgerðamenningu og aðferðir til að lengja líftímann á eigulegum og þörfum hlutum sem finnast á hverju heimili – allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista!

Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.

Yfir helgina veður meðal annars boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, markað, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Saumaverkstæði kvenfélagskvenna: Vantar þig aðgang að saumavél? Kvenfélagasamband Íslands setur upp saumaverkstæði og aðstoðar gesti og gangandi við að bæta og breyta eigulegum fötum.

Misbrigði: Sýning unnin af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Ný hönnun úr gömlum fötum.

Sjá nánari dagskrá á síðu Norræna hússins

Hátíðin er skipulögð af Norræna húsinu í samstarfi við eftirfarandi aðila:

  • Félag sameinuðu þjóðanna á íslandi
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Landvernd
  • Listaháskóli Íslands
  • Repair Café / Tools Library
  • Umhverfisstofnun
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Vakandi

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands