Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á 70 ára afmælisárinu er komin út

Husfreyjan1tbl2019Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á 70 ára afmælisárinu er komin út. 
Í þessu fyrsta tölublaði afmælisársins er fjölbreytt efni að vanda. Fjallað er um sögu Húsfreyjunnar í 70 ár. Sólveig Ólafsdóttir formaður kvenfélagsins i Grindavík er í forsíðuviðtali og segir frá sjálfri sér og þeim fjölbreyttu verkefnum sem kvenfélagið í Grindavík starfar að. Albert Eiríksson hefur umsjón með matarþættinum og fjallar um samverustundir og gefur uppskriftir að góðu á borðið þegar boðið er til samveru. Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari í hinum þekkta Skals hönnunar- og handverkskóla í Danmörku sér um handavinnuþáttinn og gefur meðal annars uppskrift að tösku sem prjóna má í sundi eða heita pottinum þríhyrnu úr íslenskri ull og silki og uppskrift af fallegri peysu. Áfram er rætt um verkefni Kvenfélagasambandsins "Vitundarvakning um fatasóun". Að venju er Norræna bréfið birt í fyrsta tölublaði ársins,en það er Sirpa Pietikäinen sem er höfundur bréfsins í ár. Sirpa er finnskur fulltrúi Evrópuþingsins. Ljóðaveislan heldur áfram og ný ljóðasamkeppni kynnt til sögunnar. 

 

Húsfreyjan er nútímalegt, jákvætt og hvetjandi tímarit. Það er mikilvægur hluti af menningu þjóðarinnar og hefur nú í sjö áratugi varðveitt og endurspeglað á einstakan hátt íslenska kvennasögu.
Húsfreyjan er sígilt tímarit með áherslu á viðtöl við konur, fjölbreytta handavinnu, mataruppskriftir og ýmsan fróðleik og góð ráð um heimilishald og nýtingu matvæla frá Leiðbeiningastöð heimilanna.

Húsfreyjan er einnig málgagn Kvenfélagasambands Íslands.

Ritstjóri Húsfreyjunnar er Kristín Linda Jónsdóttir.

Vertu með í hópi ánægðra áskrifenda og skráðu þig sem áskrifanda á www.husfreyjan.is eða hringdu á skrifstofuna í síma. 5527430 - Áskrift að Húsfreyjunni er tilvalin vinargjöf sem gleður aftur og aftur. 

Áskrift árið 2019 kostar 5400 krónur fyrir 4 tölublöð. 
Blaðið er einnig selt í lausasölu á fjölmörgum stöðum og kostar það í lausasölu 1795 kr. Sjá sölustaði hér: 
https://kvenfelag.is/husfreyjan/solustadir

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands