Kvenfélag Grímsneshrepps gefur til HSU

Þann 18. janúar sl. fór hópur kvenfélagskvenna úr Grímsnesi í heimsókn á HSU Selfossi.  Tilefni heimsóknarinnar var að færa HSU formlega að gjöf rúmhjól, sem félagið færði stofnuninni í lok síðasta árs.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki haft áður til umráða slíkt hjálpartæki. En þar er það notað af einstaklingum sem koma í blóðskilun.

Kvenfélag Grímsneshrepps er eitt af elstu kvenfélögum landsins og fagnar á þessu ári, þann 24. apríl 100 ára afmæli.  Í tilefni afmælisins gefur kvenfélagið út sögu félagsins þessi 100 ár.

Sjá nánar á heimasíðu HSU

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands