SSK afhendir tæki til fæðingadeildar HSU

Samband sunnlenskra kvenna afhenti í nafni allra 25 kvenfélaga innan sambandsins, þrjú mikilvæg tæki til fæðingadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) 13. sepetmber sl.
Tæki að andvirði um þriggja milljóna króna. Þetta eru monitor sem mælir hjartslátt hjá bæði móður og barni við fæðingu, glaðloftstæki og POX mælir sem greinir hjartagalla hjá nýburum. Fjármagn til kaupa á þessum tækjum komu úr Sjúkrahússjóði SSK en í hann safnast með sölu kvenfélaganna á kærleiksenglum og kortum. Þessir munir eru líka til sölu í móttöku HSU. Í október/nóvember mun nýr kærleiksengill líta dagsins ljós. Vel gert hjá SSK

 

ssk1

ssk2

Glæsilegt hjá SSK - Til hamingju með þetta 

Myndir fengnar að láni hjá SSK.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands