Það var fjölmenni á 50 ára afmælishátíð Hallveigarstaða sem fór fram í gær þann 19. júní. Boðið var upp á söng, stutt ávörp og kampavín ásamt góðum veitingum. Mikil gleði var meðal allra gesta og greinilegt að Hallveigarstaðir hafa snert við fjöldann allan af konum á þessum 50 árum. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpaði gesti og Guðni Th. Jóhannesson flutti kveðju til hússins, sem sjá má hér. Hússtjórn Hallveigarstaða afhenti gjöf til Veraldar - húss Vigdísar Finnbogadóttur. Ragnheiður Gröndal söng fyrir gesti. Sjá fleiri myndir á facebook síðu Kvenfélagasambands Íslands.
Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Ísland og formaður NKF ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og konu hans Elizu Reid.