Vorblað Húsfreyjunnar komið út

HusfreyjakapaGyllt2tbl2017smallervefVorblað Húsfreyjunnar tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komið út.

Aðalviðtal Húsfreyjunnar að þessu sinni er við Elsu Haralds hárgreiðslumeistara og formann Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Elsa er afar farsæll og sigursæll hárgreiðslumeistari og fyrsta konan sem gegnir formennsku hjá Iðnaðarmannafélaginu.

Í blaðinu er fræðsla um vegan matargerð og uppskriftir af vegan túnfiski, vegan majónesi og vegan hunangsköku. Kristín Aðalsteinsdóttir fjallar um ræktun og notkun á steinselju og fjallað er um kaffi fyrr og nú. Í matarþættinum eru spennandi uppskriftir meðal annars af spínatböku með sætkartöflubotni og tortillu smáréttum á marga vegu.

Fjallað er um mikilvægi áhugamála, prjónahátíð og fallega hluti fyrir heimilið auk þess sem fluttar eru fréttir af starfsemi Kvenfélagasambands Íslands.

Í Húsfreyjunni er glæsilegur handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem meðal annars er hnýtt blómahengi, stelpuskokkur og falleg prjónuð kvenpeysa.

Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum ári og er seld í áskrift hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í lausasölu, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

Smelltu hér til að gerast áskifandi: http://www.kvenfelag.is/husfreyjan.html

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands