Í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi verður Beinvernd með opið hús í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Flutt verður fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir kl. 14:00 og spurningar/umræður á eftir. Erindið verður síðan endurflutt kl. 15:00 og kl. 16:00.
Beinþéttnimælingar (ómskoðun á hælbeini) verða á milli kl. 14:30 - 17:00. Boðið verður upp á kalkríkar veitingar.
Mætum, fræðumst og höfum gaman saman.