Samkeppniseftirlitið beiti sér gegn matarsóun

Kvenfélagasamband Íslands telur það hlutverk Samkeppniseftirlitsins að vinna gegn matarsóun!
Stjórnarfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 25. febrúar 2015 á Hallveigarstöðum hvetur framleiðendur, birgja og verslanir til að bregðast við mikilli matarsóun sem á sér stað þegar vörum sem komnar eru á síðasta söludag er fargað, í stað þess að þær séu t.d. seldar á niðursettu verði eða viðskiptaháttum sé breytt þannig að matvæli verði nýtt.
Kvenfélagasamband Íslands hvetur framleiðendur, birgja og verslanir til þess að sameinast og sækja um undanþágu til Samkeppniseftirlitsins á grundvelli undanþáguheimildar 15. greinar samkeppnislaga um verðsamráð.
Með vísan í 1. gr. samkeppnislaga, er segir að vinna beri að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta telur Kvenfélagasamband Íslands það hlutverk Samkeppniseftirlitsins að vinna gegn þeirri misnotkun sem matarsóun er.
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands