Hádegisfyrirlestur um matarsóun föstudaginn 29. nóv. nk. í Hallveigarstöðum

Sóun matvæla, siðferði matvælanotkunnar

Kvenfélagasamband Íslands heldur hádegisfund í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík, nk. föstudag 29. nóvember kl. 12 – 13.
Rannveig Magnúsdóttir líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd flytur erindi um sóun matvæla og siðferði matvælanotkunar og sýnir framá leiðir til úrbóta á þessu sviði.
Um 30% matvæla fara í súginn á vesturlöndum, fátt bendir til annars en sama staðan sé uppá á teningnum hér á landi.
Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands sendi eftirfarandi ályktun frá fundi sínum 23. nóvember sl.
Hvað þýðir ,,Best fyrir" og ,,Síðasti söludagur"?
Kvenfélagasamband Íslands ætlar ekki að sitja hjá.
Á Íslandi má áætla að um 30% matvæla sé fleygt, á heimilum, á veitingastöðum og úr verslunum. Kvenfélagasambandið boðar til aðgerða með kvenfélagskonum og þjóðinni allri til að sporna gegn sóun matvæla.

Hádegisfundurinn er liður í átaksverkefni Kvenfélagasambandsins gegn sóun matar
Boðið verður uppá grænmetissalat frá Sölufélagi Garðyrkumanna og kaffi á fundinum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands