Nordiskt Forum – kynningarfundur 22. október

Velkomin á kynningarfund þann 22. október fyrir samnorrænu kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö í júní 2014. Fundurinn verður haldinn að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og hefst kl. 20.00.

Nlogonforræna kvennaráðstefnan Nordisk Forum verður haldin 12.-15. júní 2014 í Malmö, Svíþjóð. Þetta er í þriðja skipti sem boðað er til Nordisk Forum, en hún var haldin í Osló, Noregi 1988 og Turku, Finnlandi 1994.

Nordiskt Forum mun fjalla um allt milli himins og jarðar tengt jafnréttisbaráttunni og kvenréttindum, bæði á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum.

Búist er við 15.000 þátttakendum á ráðstefnunni. Þegar ráðstefnan var síðast haldin 1994 voru íslenskir þátttakendur rúmlega 1.400 og íslenskar konur því hlutfallslega stærsti hópur ráðstefnugesta.

Aðstandendur ráðstefnunnar eru kvennahreyfingarnar á Norðurlöndum.

Á kynningarfundinum verður skipulagning ráðstefnunnar kynnt og rætt um þátttöku íslenskra kvenna að þessu sinni.

Veitingar og drykkjarföng eru í boði.

Mætum og látum í okkur heyra!

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands