Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja á framhaldsnám
Sjóður þessi var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.
Í umsóknum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk upplýsinga um eignir og tekjur ársins 2012.
Umsækjandi skal greina frá fyrri menntun, störfum og framhaldsnámi því sem hann ætlar að leggja stund á. Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar menntastofnunar sem námið mun fara fram við, fylgi umsókn, ásamt mynd af umsækjanda.
Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði og hagnýtri menningarmiðlun.
Umsóknum skal skilað til Kvenfélagasambands Íslands, Hallveigarstöðum, Túntötu 14, 101 Reykjavík fyrir 20. ágúst n.k. merkt: Minningarsjóður.
Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur