Ábyrgð atvinnurekenda
46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 16. mars á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:
Kvenfélagasambands Íslands vekur athygli á ábyrgð atvinnurekenda á gerð áhættumats á vinnustöðum og að vinnuumhverfi hafi ekki neikvæð áhrif heilsu fólks. Mikilvægt er að kynbundnir áhættuþættir kvenna á vinnumarkaði verði skoðaðir sérstaklega og stuðlað verði að bættu vinnuumhverfi kvenna.
Fleiri konur í stjórnir fyrirtækja
46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 16. mars á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:
Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja í Íslandi eru nú einungis 3%! Næsta haust ganga í gildi lög um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall hvors kyns um sig skal ekki vera lægra en 40%.
Kvenfélagasamband Íslands vill hefja sérstakt átak um aukna þátttöku kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. KÍ hvetur konur til þess að bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja. Þeim tilmælum er beint til héraðssambanda og félaga innan Kvenfélagasambands Íslands að hvetja konur til að bjóða sig fram í stjórnir fyrirtæka og hafa þar með áhrif á betri rekstur þeirra og bætt vinnuumhverfi kvenna.
Landssöfnun til tækjakaupa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 15. mars 2013 á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:
Kvenfélagasamband Íslands þakkar þeim fjölmörgu sem stutt hafa landssöfnun frú Agnesar Sigurðardóttur biskups Íslands til tækjakaupa á Landspítla Háskólasjúkrahúsi með þvi að leggja inn á söfnunarreiknin Kvenfélagasambands Íslands. Nú þegar hafa ríflega 700.000.- krónur safnast á reikninginn, en hann er í Íslandsbanka og er enn opinn. Nr. 513-26-200000 kt. 710169-6759.