Þann 19. júní árið 1915, fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis.
Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 og eru í ár liðin 98 ár frá því konur öðluðust kosningarétt
og kjörgengi en það var svo ekki fyrr en árið 1920 sem þær öðluðust réttindi á við karla.
Af þessu tilefni halda konur uppá daginn víða um land.
Kvenréttindadagurinn verður haldinn hátíðlegur að Hallveigarstöðum 19. júní kl. 17:00
Dagskrá:
Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, setur og stýrir fundinum
Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, flytur ávarp frá félaginu
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpar fundinn
Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, flytur erindi
Ísold Uggadóttir og Hrönn Kristinsdóttir ávarpa fundinn fyrir hönd WIFT, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi
Kaffiveitingar og spjall
Kvennamessa í Laugardal
Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal miðvikudaginn 19. júní kl. 20 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands býður gesti velkomna. Steinunn Stefánsdóttir formaður Kvenfréttindafélags Íslands flytur ritningalestur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Kvennaganga á Akureyri
Á Akureyri verður farin kvennasöguganga um Oddeyrina og hefst hún við Ráðhústorg kl. 16:30 og lýkur við Gamla Lund.
Gangan er öllum opin en hún er í boði Jafnréttisstofu, Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar.
Verið velkomnar og takið með ykkur gesti
- Látið boðið gjarna berast