Dagana 26.-29. ágúst var íslenskum kvenfélagskonum boðið á námskeið á vegum Nordens Kvinneforbund.Norges Kvinne-og Familieforbund höfðu umsjón með námskeiðinu í þetta skipti og var það haldið á Clarion Hotel Tyholmen, í Arendal, í Suður- Noregi.
Arendal
Þema námskeiðsins var " Foreldre/voksne er bra for barn (Samskipti foreldra/fullorðinna og barna ).
Clarion Hotel Tyholmen
Kvenfélagskonur hlustuðu á fyrirlestra, fóru í skoðanaferðir um nágrenni Arendals, þáðu kvöldverðarboð í heimahúsum norskra kvenfélagskvenna og sóttu guðsþjónustu, sem er fastur liður í lok hvers námskeiðs, í einni af bæjarkirkjum Arendals.
Tuttugu og fjórar íslenskar kvenfélagskonur, víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið. Það var samdóma álit þeirra að það væri bæði fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja félög og sambönd í öðrum löndum og kynnast starfssemi þeirra.