Norræna sumarnámskeiðið í Arendal

Dagana 26.-29. ágúst var íslenskum kvenfélagskonum boðið á námskeið á vegum Nordens Kvinneforbund.Norges Kvinne-og Familieforbund höfðu umsjón með námskeiðinu í þetta skipti og var það haldið á Clarion Hotel Tyholmen, í Arendal, í Suður- Noregi.

arendal.jpg 
Arendal

 Þema námskeiðsins var " Foreldre/voksne er bra for barn (Samskipti foreldra/fullorðinna og barna ).

hotel.jpg
Clarion Hotel Tyholmen

Kvenfélagskonur hlustuðu á fyrirlestra, fóru í skoðanaferðir um nágrenni Arendals, þáðu kvöldverðarboð í heimahúsum norskra kvenfélagskvenna og sóttu guðsþjónustu, sem er fastur liður í lok hvers námskeiðs, í einni af bæjarkirkjum Arendals.

Barnevakten http://www.barnevakten.no/ 

Tuttugu og fjórar íslenskar kvenfélagskonur, víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið. Það var samdóma álit þeirra að það væri bæði fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja félög og sambönd í öðrum löndum og kynnast starfssemi þeirra. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands