Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnu við UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um verkefni sem fékk yfirskriftina “Ef þú menntar stúlkur , menntar þú heilt samfélag”. Verkefnið fór af stað í febrúar 2005. Um er að ræða að safna fé til að kosta menntun ungra stúlkna í ríkinu Ginea-Bissá í Vestur-Afríku.
Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnuna á þann veg, að farið var fram á það við kvenfélögin innan sambandsins að þau byggju til brúður sem þau gæfu síðan til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ætlunin er að UNICEF markaðssetji síðan brúðurnar fyrir jólin 2005 og selji til ágóða fyrir verkefnið.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar er nýstofnað Kvenfélag, Valkyrjurnar afhenti KÍ brúður þar sem tuskudúkkan Marta var höfð sem fyrirmynd.
f.v. Sandra Gunnarsdóttir vefstjóri Valkyrjanna og Kristín Ingólfsdóttir fulltrúi Valkyrjanna í samstarfsverkefni KÍ og Unicef. |
f.v. Helga Guðmundsdóttir forseti KÍ og Kristín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KÍ, kynna Söndru Gunnarsdóttur valkyrju og Kristínu Ingólfsdóttur valkyrju starfsemi KÍ. |
|
Helga Guðmundsdóttir forseti KÍ og Kristín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KÍ taka við brúðum Valkyrjanna. |