Kvenfélagið Tilraun 90 ára.

Kvenfélagið Tilraun stendur fyrir sýningu á Hand- og hugverki svarfdælskra kvenna síðustu 90 árin að Húsabakka í Svarfaðardal
Sýningin stendur frá 15. október til  23. október  2005. Sýningin er opin frá kl. 14:00 - 18:00 alla daga.
Í félagsheimilinu Rimum er kaffihús opið báðar helgarnar frá klukkan 15:00. Klukkan 15:30 hefst skemmtidagskrá þar sem hlusta má á tónlist, söng og upplestur. Öll dagskrá er flutt af eða samin af konum í Svarfdælskri byggð á síðustu 90 árum. Svarfdælsk byggð samkvæmt skilgreiningunni er frá fremstu bæjum Skíðadals og Svarfaðardals út á Upsaströnd, eða það svæði sem Kvenfélagið Tilraun náði til við stofnun þess fyrir 90 árum.   

Í tilefni sýningarinnar hefur kvenfélagið opnað heimasíðu á slóðinni http://midlari.net/tilraun/ Þar má finna frekari upplýsingar um sýninguna ásamt öðrum fróðleik.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands