Dúkkusala UNICEF og KÍ

Dúkkur sem gleðjaUm 90 kvenfélög um land allt hafa setið við dúkkugerð síðan í vor og afraksturinn eru 800 dúkkur sem nú verða seldar til að koma fleiri stúlkum í skóla í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF Ísland. Hver og ein dúkka er handsaumuð af alúð og er ætlað að gleðja börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá.

Dúkkurnar eru tilvaldar til jólagjafa. Þær kosta 5000 krónur hver og með því að eignast dúkku er mögulegt að gleðja bæði barn á Íslandi og í Gíneu-Bissá.

Gínea-Bissá er eitt af fátækustu ríkjum í heimi. Þar búa 1,5 milljónir manna og af þeim eru börn og ungmenni, yngri en 18 ára, um 800 þúsund. Aðeins 40% barna hefja grunnskólanám og tæplega helmingur þeirra lýkur ekki 4. bekk. Einungis fjórða hver kona er læs.

Með því að eignast dúkkuna getur þú stuðlað að því að...
- skólasókn stúlkna aukist um fjórðung,
- 72 þúsund börn fái betri menntun,
- 40 nýir skólar verði byggðir,
- 50 kennarar fái þjálfun og fræðslu.

Dúkkurnar eru seldar í Iðu við Lækjargötu og á skrifstofu UNICEF að Laugavegi 42, 2. hæð. Þú getur einnig pantað dúkku í síma
5 62 62 62 eða með því að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Athugið að sendingarkostnaður er greiddur af viðtakanda.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands