Út er komið 3ja tbl. tímaritsins Húsfreyjunnar, Kvenfélagasamband Íslands gefur út.
Meðal
efnis í blaðinu er heimsókn til Signýar Ormarsdóttur hönnuðar og
menningarfulltrúa Austurlands, í viðtali við hana kemur berlega í ljós
að menning og listir eru virkt hreyfiafl í samfélaginu á Austurlandi þó
fréttir af virkjunum og álveri láti hærra í fjölmiðlum.
Í viðtali við
Kristbjörgu Þórhallsdóttur leiðsögumann kemur fram að víðáttán,
skógleysið og fólksfæðin er meðal þess sem heillar erlenda gesti á ferð
um Ísland. Handverkssýningin á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit er sótt
heim og skýrt er frá Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í
sumar. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir sendir inn póstkort úr
Þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur og Birna á Borgum dagbókarbrot út
Borgarfirði. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um matarþáttinn með
margskonar girnilegum uppskriftum, s.s. franska nautakjötsúpu, ítölsk
brauð og kjötbollur úr afgangskjöti. Hjördís Edda Broddadóttir gefur
góð ráð frá Leiðbeiningarstöð heimilanna. Helga Jóna Þórunnardóttir sér
um handavinnuþáttinn þar sem er að finna m.a. nýjar og spennandi
prjónauppskriftir, útsaumsverkefni til að prýða heimilið og nútímalegar
hugmyndir og uppskriftir af endurnýtingu á fatnaði.
Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum s: 551 7044 email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 57 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.